Sólskinsdrengurinn frumsýnd 9. janúar 2009

solskinsdrengur_islenskt
Sólskinsdrengurinn verður frumsýnd 9. janúar í Smárabíó. Leikstjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik Þór hefur gert marglofaðar myndir á borð við Rokk í Reykjavík (1982), Börn náttúrunnar (1991) og Engla alheimsins (2000). Framleiðendur myndarinnar eru móðirin sjálf, Margrét Dagmar Ericsdóttir, og Kristín Ólafsdóttir. Kvikmyndatökumaður er Jón Karl Helgason og um klippingu sá Þuríður Einarsdóttir. Ráðgjafi við framleiðslu er hinn heimsþekkti heimildamyndagerðarmaður John Purdie, sem er tvöfaldur BAFTA verðlaunahafi. Ráðgjafi við klippingu er Valdís Óskarsdóttir, sem nýlega gerði myndina Sveitabrúðkaup og klippti m.a. myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tónlist í myndinni er eftir Sigur Rós og Björk.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband