Sólskinsdrengurinn vinsælasta myndin á Íslandi

ÞAÐ er ánægjulegt frá að segja að Sólskindrengurinn trónir á toppi bíólistans eftir aðra helgi ársins 2009. Myndin var frumsýnd á föstudaginn við fullt hús og sáu rúmlega 3.500 manns hana um helgina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætu aðstandendur myndarinnar um Sólskinsdrenginn.

Við starfsmenn Hlíðaskóla í Reykjavík höfum mikið talað um myndina og hefðum því áhuga á að fara saman og sjá myndina. En þar sem hluti af starfsfólki okkar er heyrnarskert/laust þá er einungis mögulegt fyrir þá að skilja hluta myndarinnar, þegar textað er fyrir ensku.
Fyrir ári síðan var ég stödd á málþingi Heyrnarhjálpar, þar sem Agnes Johansen hét því, fyrir hönd framleiðenda kvikmynda á Íslandi, að gera hvað í hennar valdi stæði til að auka textun við íslenskar myndir.

Texti á íslensku myndi gjörbreyta aðgengi okkar að myndinni.

Kveðja,

Bryndís Helgadóttir

starfsmannafélag Hlíðaskóla.

Bryndís Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með frábæran árangur

Ómar Ingi, 13.1.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Sifjan

Frábært.... enn meiri ástæða til að koma með myndina norður til Akureyrar :=)

Sifjan, 13.1.2009 kl. 20:30

4 identicon

Sá myndina á sunnudaginn og vil bara þakka fyrir mig um leið og ég óska ykkur til hamingju!!!  Myndin gaf mér heilmikið, lét mig ferðast fram og til baka í eigin lífi en mest af öllu gaf hún mér trúnna á 14 ára drenginn minn.

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Vona að myndin komi norður fyrir heiðar.

Guðrún Una Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband