Einhverf börn greinast loks

Bendi á áhugavert viðtal við Lindu Berry og Hjört Grétarsson, formann umsjónarfélags einhverfra í Morgunblaðinu í dag.
mbl.is Einhverf börn greinast loks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristín Ólafsdóttir og Margrét Dagmar Ericsdóttir í Samfélaginu í nærmynd

samfélagið í nærmynd

Í þættinum Samfélaginu í nærmynd eru þjóðmálin skoðuð frá ýmsum hliðum. Umsjón: Leifur Hauksson og Freyja Dögg Frímannsdóttir. Hlustið á áhugavert viðtal við framleiðendur Sólskinsdrengsins Smile

SLÓÐIN: http://dagskra.ruv.is/ras1/4416225/2009/01/07/3/ 


Margrét Dagmar Ericsdóttir framleiðandi í Kastljósi

Óðum styttist í frumsýningu Sólskinsdrengsins. Fyrr í kvöld var viðtal við Margréti Dagmar Ericsdóttur framleiðanda í Kastljósi.

Hægt er að sjá viðtalið hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431292/2009/01/06/4/ 


Styttist í frumsýningu Sólskinsdrengsins 9. janúar 2009

Sólskinsdrengurinn verður sýnd í Háskólabíó og Smárabíó. Allar nánari upplýsingar um sýningartíma er að finna hér:http://midi.is/bio/7/1804/.

Miðaverð er sem hér segir:

 

  • Almennt verð 1000 kr
  • Öryrkjar og eldriborgarar 700 kr
  • Börn 8 ára og yngri 550 kr 

 

 

 


Sólskinsdrengurinn í Kátu maskínunni 18. desember 2009

thorsteinn

Umfjöllun um Sólskinsdrenginn verður í Kátu maskínu Þorsteins J. fimmtudaginn 18. desember kl. 20:15 á RUV. Þorsteinn ræðir við annan framleiðanda myndarinnar - Margréti Dagmar Ericsdóttur.

Í Kátu maskínunni hittir Þorsteinn J fyrir listafólk í bíógerð, leikhúsi og myndlist. Markmiðið er að fylgjast með listafólki við vinnu sína, þegar verk eru að verða til og hugmyndirnar jafnvel ekki fullmótaðar. 

 

. Hér má sjá þáttinn á netinu 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4447019/2008/12/18/ 



Bíóbrot úr Sólskinsdrengnum


Sólskinsdrengurinn frumsýnd 9. janúar 2009

solskinsdrengur_islenskt
Sólskinsdrengurinn verður frumsýnd 9. janúar í Smárabíó. Leikstjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik Þór hefur gert marglofaðar myndir á borð við Rokk í Reykjavík (1982), Börn náttúrunnar (1991) og Engla alheimsins (2000). Framleiðendur myndarinnar eru móðirin sjálf, Margrét Dagmar Ericsdóttir, og Kristín Ólafsdóttir. Kvikmyndatökumaður er Jón Karl Helgason og um klippingu sá Þuríður Einarsdóttir. Ráðgjafi við framleiðslu er hinn heimsþekkti heimildamyndagerðarmaður John Purdie, sem er tvöfaldur BAFTA verðlaunahafi. Ráðgjafi við klippingu er Valdís Óskarsdóttir, sem nýlega gerði myndina Sveitabrúðkaup og klippti m.a. myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tónlist í myndinni er eftir Sigur Rós og Björk.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband